We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Ylja

by Ylja

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $9 USD  or more

     

  • Full Digital Discography

    Get all 3 Ylja releases available on Bandcamp and save 25%.

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality downloads of DÆTUR, Commotion, and Ylja. , and , .

    Purchasable with gift card

      $23.25 USD or more (25% OFF)

     

1.
Út 03:14
Klukkan hringir, það er nótt. Örlítil gola allt er svo hljótt. Fiðrildi í mallakút, ég fer út. Út… Úr skýjahjúpi sé ég önd sem er á strönd svo sé ég sebrahest með bara eina rönd. Ég sem ætti að sjá haf og lönd. Út… Eftir skugga skimar fólk sem að vill heyra. Hljómana flögra um sitt eyra. Blístra, brosa og biðja um meira. Út…
2.
Með augunum stóru hann starði mig á og vonaði þá eflaust að ég mynd'ekki sjá hans oddhvössu eyru og hnífbeittu klær, hnipraði sig saman, færðist fjær og fjær. Hrömmunum hélt hann hræddur að sér ótti og forvitni þá ólgað' í mér. Ég færðist nær og nær, tók skref, tók skref. Hann hreyfði við mér. Í augun mín starði hann rjóður að sjá, brosti sínu breiðasta og sagði þá: „Dúmdara lara dara dara dúm dada – damdara lara dara dara dúra da“ Með hönd í hönd um hans undraheim um loftin lékum og við svifum alein. Yfir draumanna hindrun byggjum við brú.
3.
Faðir segðu mér sögu úr sálu þinni. Manndóm fannstu þér þú gafst þig móður minni. Móðir leyfist mér í vizku yðar rýna? Móðir færðu mér innri fegurð þína.
4.
Alfaðir í Eden fann apa sem um greinar rann ætlaði að gera úr honum mann sem elskaði Guð og náungann. sat hann við með sveittar brár í sextán hundruð þúsund ár. Apinn reyndist þrjóskur, þrár þykkjukaldur og hyggjuflár. Að hálfu leyti api enn eðlin geymir tvenn og þrenn. Lítil von hann lagist senn lengi er Guð að skapa menn
5.
Ósk 04:11
Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska mér að ég væri ódauðleg. Ef ég væri ódauðleg þá myndi ég fljúga og fljóta áfram minn veg. Í fjöru finn ég óskastein og nú ligg ég þar alein. Hver skyldi vera mín ósk, ég hugsa vel? því óskin er aðeins ein.
6.
Sævindur 01:35
Við fallegan fuglasöng í fannhvíta katlinum sýður. Nóttin hún var nógu löng og nálægur særinn hann bíður.
7.
Hafsson 04:21
Við fallegan fuglasöng í fannhvíta katlinum sýður. Nóttin hún var nógu löng og nálægur særinn hann bíður. Í roki og rigningu rær upp raust sína hefur. Hjartsláttur nú hraðar slær og hafstraumur í gefur. Með von hann hristir vanmáttinn af veit ei hvar hann lendir. Kænan hún dró hann djúpt, djúpt í kaf kröftugan sjómann margt hendir.
8.
Með tærnar grafnar í rauðum sandi, sól og blíða úti á landi. Ærnar jarmandi, fólkið raulandi, fjöllin hvíslandi, lækurinn svalandi. Hlaupandi á rauðum sandi, í golunni svífur góður andi. Dansandi, hoppandi blaðrandi og blístrandi og allir hlæjandi. Við sitjum hér á rauðum sandi, undraveröld, svo lokkandi. Fánarnir flöktandi, sólin hún er blindandi, blómin eru blóstrandi, náttúran dreymandi.
9.
Hún kom eins og draumur, konan með sjalið, og hlustaði í kyrrðinni á kvöldbylgjuhjalið. Hún brosti með sjalið um brjóstin vafið… En eg var blærinn, sem barst um hafið. Eg var blærinn sem bærði sjalið, og veit, hvað bak við það brennur falið Eg var blærinn sem barst yfir eyna, og faðmaði að mér Feneyjameyna. Og nú er hún horfin…. En nóttin er fögur Og segir hjartanu Helgisögur. Og enn syngur blærinn Og bylgjuhjalið Um hvítasta brjóstið Og svartasta sjalið.
10.
Eyvindur Fjalla hann situr í helli, ævagamall og hrör af elli. Kona hans Halla, hún breiðir út feldinn, liggja þau hljóð og elskast á kveldin. Bág er tíðin og böl í sveitum sauðaþjófar þeir liggja í grafreitum. Grasa-Guddu þeir böstuðu og brenndu, bévítans grasið á bálið þeir sendu. Mökkinn af reyknum til himins þá lagði, skakkur sat Pétur í efra og sagði: „Bisnessinn búinn og einnig hvarf trúin á rasta!“ Þeir bundu upp allt sem þeir fundu en tóku hina fasta.

credits

released November 19, 2012

license

all rights reserved

tags

about

Ylja Reykjavik, Iceland

The folk pop band Ylja was formed in 2008 by guitarists/singers Gígja and Bjartey in Reykjavík, Iceland. With a common passion for vocal harmonies and love for the acoustic guitar, the two friends embarked on a musical journey – always trying to expand and broaden their sense for creativity.

Today Ylja performs as a duet and with various session players depending on the occasion.
... more

contact / help

Contact Ylja

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Ylja, you may also like: